20.10.2021 18:57allhvasst á Fáskrúðsfirði í dagþað var allhvass vindur í hviðum í morgun þegar ég fór á fætur og fór vindmælirinn í brúnni á Ljósafelli Su 70 í um 30 hnúta
Fáskrúðsfjörður í morgun mynd þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 19.10.2021 22:07Rex NS 3 að Grotna niður
Skrifað af Þorgeir 17.10.2021 12:55Hákarlinn skorinn
það var létt yfir strákunum okkar í dag þegar þeir voru að skera Hákall sem að koma upp með trollinu í nótt
Skrifað af Þorgeir 11.10.2021 23:37Barði Nk 120 Ex Börkur Nk2865 Barði Nk 120 Ex Börkur 11 Nk122 við bryggju í Neskaupstað mynd Guðlaugur B Birgisson 2021 og mun verða áfram í eigu Sildarvinnsunnar í Neskaupstað þar sem að aukinn loðnukvóti kallar á öll þau skip sem að brúkleg eru spurning hvort að Jón Kjartansson Su 111 og sighvatur Bjarnasson ve verði klárir í slaginn Skrifað af Þorgeir 10.10.2021 18:45Óveður á Hofsósi í birjun októberþað var ekki gæfuleg aðkoman að höfninni á Hofsósi í birjun október þegar heimamenn litu yfir hafnarsvæðið allt á rúi og stúi oliutankur fyrir smábáta hafði lostnað viktarskurinn á leiðinni í höfnina og rusl uppí fjöru myndir Þiðrik Unason
Skrifað af Þorgeir 09.10.2021 21:54Blængur Nk á Isafirði
Skrifað af Þorgeir 08.10.2021 17:57Bjarni Ólafsson Ak 70
2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 við bryggju á Neskaupstað í vikunni mynd þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 06.10.2021 00:19Oddeyrin EA210 i fyrstu veiðiferðI kvöld hélt Nýjasta skip samherja Odderin Ea 210 til veiða frá Akureyri og þá voru þessar myndir teknar
Skrifað af Þorgeir 05.10.2021 12:28Stærsta skipið selt til RússlandsNavigator er engin smásmíði Hann er 121 m á lengd og hefur frá 2017 verið á veiðum úti fyrir ströndum Máritaníu. — Ljósmynd/?Albert Haraldsson Span Ice selur risatogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags • Stærsta fiskveiðiskip sem verið hefur í eigu Íslendings • Eigandinn keypti skipið af Rökke árið 2016 en bauð fyrst í það árið 2008Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækið Span Ice hefur selt rússneska útgerðarfyrirtækinu JSC Akros risatogarann Navigator. Haraldur Reynir Jónsson er eigandi Span Ice en systurfyrirtæki þess, Úthafsskip, hefur annast útgerð Navigator við strendur Máritaníu frá árinu 2017. Skipið keypti Span Ice árið 2016 og réðst í kjölfarið í talsverðar endurbætur á því. Morgunblaðið náði tali af Haraldi í gær, skömmu eftir að afhending skipsins fór fram á Las Palmas á Kanaríeyjum, þaðan sem skipið hefur verið gert út. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir okkur en með þessu fer síðasti togarinn úr eigu okkar. Í fyrra seldum við skipin Viktoríu og Gloríu til Óman,“ segir Haraldur. Hann segir að talsverður aðdragandi hafi verið að sölunni. Þannig hafi kaupendurnir nálgast hann á síðasta ári og fyrir um mánuði hafi kaupsamningur verið undirritaður. Það er þó ekki langur tími, samanborið við það hversu langur tími leið frá því að Haraldur fékk þá hugdettu að kaupa Navigator og þar til skipið komst í hans eigu. „Ég bauð í skipið fyrst árið 2008 en það var ekki fyrr en átta árum síðar sem við Røkke náðum saman og hann seldi.“ Verkefnalaust frá 2007Vísar Haraldur þar til norska útgerðarkóngsins Kjell Inge Rökke sem lét smíða skipið árið 1996. Hafði skipið legið bundið við bryggju í skipasmíðastöð í Króatíu og verkefnalaust, allt frá árinu 2007. Hann segir að JSC Akros sé fyrirtæki sem staðsett sé á Kamsjatka-skaga í austurhluta Rússlands og að sennilega fari skipið til veiða á Kyrrahafi í kjölfar breytinga. Stórt á alla mælikvarða„Við gerðum talsverðar breytingar á skipinu á sínum tíma. Bjuggum það til uppsjávarveiða, settum upp vinnslulínur og frystibúnað fyrir uppsjávarskip og endurnýjuðum rafeindabúnað í brúnni. Mér skilst á kaupendunum að þeir muni auka við vinnslugetu skipsins enn frekar og bæta fiskimjölsverksmiðju við skipið.“ Það er engin smásmíði. Stærsta fiskiskip sem nokkru sinni hefur verið í eigu íslensks aðila. Vinnslugeta þess er 220 tonn af frystum afurðum á sólarhring. Lengd þess er 121 metri en til samanburðar er lengsta skip Brims, Víkingur AK 100, 81 metri á lengd. Þá er Beitir NK 122, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, 89 m á lengd. Navigator er 18,5 metrar á breidd og 8.913 brúttórúmlestir. 70-80 í áhöfn á hverjum tíma„Í áhöfn hafa verið á bilinu 70-80 manns á hverjum tíma og við höfum gert það út með tveimur áhöfnum,“ segir Haraldur. Skipstjórar á skipinu hafa verið þeir Páll Kristjánsson og Albert Haraldsson en sá síðarnefndi hélt í gær upp á afmæli sitt, sama dag og skipið færðist í eigu JSC Akros. Kaupverðið er trúnaðarmál að sögn Haraldar en hann viðurkennir þó að hann sé mjög sáttur við viðskiptin. Ekki hafi í raun staðið til að selja skipið heldur hafi ætlunin verið að gera það áfram út. Hann segir óljóst hvað taki við. Spurður út í hvort langri útgerðarsögu sé nú lokið, vill Haraldur ekki kveða upp úr um það. „Það eru mörg tækifæri og ýmsir möguleikar sem vert er að skoða en það er ekkert ákveðið enn þá,“ segir hann. Navigator» Skipið var smíðað fyrir Kjell Inge Rökke árið 1996. Haraldur Reynir Jónsson Skrifað af Þorgeir 02.10.2021 22:03Særif SH 25
Skrifað af Þorgeir 01.10.2021 19:26Rekstur Samherja gekk vel þrátt fyrir heimsfaraldur
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna á síðasta ári. Heimsfaraldurinn hafði víðtæk áhrif á reksturinn. Forstjóri félagsins segir að reynt hafi verulega á samstöðu allra og útsjónarsemi, tekist hafi að halda úti skipaflotanum, vinnslum og annarri starfsemi þannig að reksturinn hafi haldist svo að segja óbreyttur. Aðalfundur Samherja var haldinn í gær, ákveðið var að greiða ekki út arð vegna síðasta árs. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 46,5 milljörðum króna á árinu 2020 samkvæmt rekstrarreikningi. Hagnaður af rekstri samstæðunnar nam tæplega 8 milljörðum króna.
Miklar fjárfestingar Sem fyrr var verulegum fjárhæðum varið til fjárfestinga. Þær veigamestu á árinu voru vegna nýs Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 og nýrrar fiskvinnslu á Dalvík. Þessar fjárfestingar endurspegla vilja og metnað félagsins til uppbyggingar, þannig að starfsfólk vinni við bestu aðstæður og framleiði hágæða vörur fyrir kröfuharða markaði. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja: „
Þegar litið er til síðasta árs, má segja að reksturinn hafi verið hálfgerð rússibanareið vegna áhrifa heimsfaraldursins. Vegna þessa reyndi verulega á samstöðu allra og útsjónarsemi. Okkur tókst að halda úti skipaflotanum, vinnslunum og annarri starfsemi, þannig að reksturinn hélst svo að segja óbreyttur. Þetta er afrek samstillts starfsfólks, leyfi ég mér að fyllyrða. Ágætt dæmi um þær áskoranir sem við tókumst á við er vinnsluhúsið á Dalvík, sem var tekið í notkun fyrir rúmu ári síðan. Með nýjum búnaði og gerbreyttri tækni komu engir utanaðkomandi sérfræðingar í húsið mánuðum saman, áskoranir starfsfólksins voru því margar en samt sem áður var slegið framleiðslumet á síðasta fiskveiðiári. Íslenskt hugvit er áberandi í húsinu, svo og framleiðsla flókins búnaðar. Fiskvinnslurnar okkar vinna að stórum hluta gæða afurðir sem fara beint á borð neytenda veiðs vegar um heiminn. Annað gott dæmi er koma nýs uppsjávarskips Samherja, Vilhelms Þorsteinssonar EA fyrr á þessu ári, allar aðstæður við smíði skipsins voru krefjandi vegna heimsfaraldursins. Vilhelm er án efa eitt glæsilegasta skip íslenska flotans og íslensk hátækni er áberandi um borð, auk þess að allur aðbúnaður er góður. Með tilkomu þessa skips dregur verulega úr olíunotkun þar sem öll hönnun og búnaður miðast við að minnka kolefnissporið.“
Ársuppgjörið kynnt á aðalfundi - stjórnin endurkjörin - ekki greiddur út arður - Eigið fé samstæðunnar í árslok 2020 var samtals 78,8 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 72% , sem undirstrikar að félagið stendur fjárhagslega vel að vígi. Ársuppgjörið var kynnt á aðalfundi Samherja sem fram fór í gær 30. september. Ársreikningunum hefur verið skilað til ársreikningarskrár. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs. Stjórn félagsins var endurkjörin. Formaður stjórnar er Eiríkur S. Jóhannsson. Auk hans eru í stjórn Dagný Linda Kristjánsdóttir, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Óskar Magnússon. Hér fyrir neðan eru lykiltölur úr rekstri Samherja fyrir árið 2020. Skrifað af Þorgeir 01.10.2021 16:19Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að hefja 13 daga leiðangur í Arnarfjörð og Ísafjarðardjúp
Skrifað af Þorgeir 01.10.2021 00:19SLIPPURINN AKUREYRI ENDURNÝJAR VINNSLUBÚNAÐ Í FROSTA
Slippurinn Akureyri ehf og Frosti ehf hafa gert með sér samkomulag þar sem Slippurinn mun bera ábyrgð á hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum vinnslubúnaði í ísfisktogarann Frosta ÞH 229. Áætlað er að uppsetning á búnaðinum muni hefjast í október. „Nýi búnaðurinn mun tryggja góð og jöfn gæði þar sem áhersla er lögð á góða blæðingu og þvott á fiski ásamt háu rekstraröryggi. Við notum besta búnað sem völ er á“ segir Páll Kristjánsson sviðsstjóri framleiðslusviðs hjá Slippnum. Samhliða breytingum á vinnsludekkinu verður þilfarið vatnsblásið, einangrun endurnýjuð og gólf klædd slitsterku efni. Skipið verður jafnframt málað ásamt því sem öðru hefðbundnu viðhaldi verður sinnt. „Þetta verkefni er gott dæmi um styrkleika Slippsins Akureyri þar sem við önnumst breytingar á vinnsludekki ásamt öðrum þjónustuverkum samtímis “ segir Páll. Sigurgeir Harðarson vélstjóri og einn eiganda Frosta ehf segist spenntur fyrir komandi breytingum. „Hönnunarferlið fyrir vinnsludekkið hefur gengið vel og erum við mjög ánægðir með útkomuna. Við höfum alltaf lagt áherslu á að stunda ábyrgar veiðar og hámarka verðmæti aflans og á því verður engin breyting“ segir Sigurgeir í spjalli við heimasíðu Skrifað af Þorgeir 01.10.2021 00:09KG fiskverkun kaupir ValafellFyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.
Eigendur Valafells ehf. hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf. Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Frá kaupunum er sagt í tilkynningu. KG Fiskverkun gerir út skipið Tjald SH 270 með heimahöfn í Snæfellsbæ. Þá rekur félagið einnig fiskvinnslu í Snæfellsbæ. Valafell ehf. er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ sem rekur sögu sína allt til ársins 1961. Fyrirtækið gerir út Ólaf Bjarnason SH 137, sem er 112 lesta bátur, smíðaður á Akranesi árið 1973 og er gerður út á dragnót og net. Árið 1990 tók fyrirtækið í notkun nýtt fiskvinnsluhús og rak þar saltvinnslu til ársins 2011 en þá var saltfiskvinnslan flutt í stærra húsnæði eftir miklar endurbætur og ný tæki keypt til fiskvinnslu. Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ. Í tilkynningunni segja þau Björn Erlingur og Kristín: „Við erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist við KG Fiskverkun og þannig tryggt að starfsemin verði áfram í heimabyggð og bindum miklar vonir við að hún verði efld enn frekar.“ „Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem þau Kristín og Björn Erlingur hafa sýnt okkur og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1154 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060570 Samtals gestir: 50938 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:22:06 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is